Skokkhópur í kulda og trekki
Göngu- og skokkhópurinn á Reykhólum sem Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal leiðir „hóf göngu sína“ (ef svo má segja) núna undir kvöld. Veður var nokkuð hvasst og hiti við frostmark og hált undir fæti en mannskapurinn var vel búinn og naut sín hið besta. Framvegis verður gengið og skokkað á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og allir velkomnir þó að þeir hafi ekki verið með núna í fyrsta skiptið.
María, rijudagur 13 janar kl: 10:14
Hæ hæ hvaðan leggur gönguhópurinn af stað?