9. desember 2019 | Sveinn Ragnarsson
Skólahald fellur niður á þriðjudag
Skólahald fellur niður þriðjudaginn 10. desember.
Í ljósi þess að appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir þetta svæði á morgun 10. desember, hefur verið ákveðið að öll starfsemi Reykhólaskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn og verður það tilkynnt seinnipartinn á morgun með sama hætti.
Jólatónleikar Tónlistarskólans sem áttu að vera á miðvikudaginn 11. desember klukkan 16, frestast fram á mánudaginn 16. des klukkan 16.