Tenglar

9. desember 2011 |

Skólarnir á Reykhólum sameinaðir?

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson. Sjá ótal fleiri myndir undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn í valdálkinum vinstra megin.
Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson. Sjá ótal fleiri myndir undir Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn í valdálkinum vinstra megin.

Í ósamþykktum drögum að skólastefnu Reykhólahrepps kemur fram, að stefnt skuli að sameiningu Grunnskólans á Reykhólum (Reykhólaskóla) og Leikskólans Hólabæjar á Reykhólum. Á síðasta fundi mennta- og menningarmálanefndar var þetta mál rætt samkvæmt ósk formanns nefndarinnar, Eiríks Kristjánssonar. Bókað var að fram hafi komið að forsendur yrðu að vera góðar, bæði fjárhagslega og faglega. Bókun nefndarinnar var tekin fyrir á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær og þar var skrifstofu hreppsins falið að gera kostnaðaráætlun varðandi launaþátt sameiningar.

 

Fyrir tæpu ári var ákveðið að kalla saman stýrihóp til að vinna að skólastefnu Reykhólahrepps. Í hópnum eiga sæti Eiríkur Kristjánsson f.h. hreppsnefndar, Eyvindur Svanur Magnússon f.h. Foreldrafélags Reykhólaskóla, Katla Tryggvadóttir f.h. Foreldrafélags Hólabæjar, Áslaug Berta Guttormsdóttir f.h. starfsmanna Reykhólaskóla og Íris Ósk Sigþórsdóttir f.h. starfsmanna Hólabæjar. Verkefnið sem hópnum var falið er að vinna að skólastefnu fyrir Reykhólahrepp, vinna að reglum og verklagi innan skólanna og skoða kosti og galla á sameiningu skólanna.

 

Minnt skal á, að fundargerðir hreppsnefndar og undirnefnda sveitarfélagsins er að finna í reitnum Fundargerðir neðst til vinstri hér á vef Reykhólahrepps.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 10 desember kl: 16:14

Nú erum við sko að tala saman hér í Reykhólahreppi...þetta eru orð í tíma töluð...sameina skólastarfið og efla með öllu afli...heimta að ljósleiðara kerfið verði virkjað hingað...liggur hér með byggðinni...nýta fjarfundarbúnað til fulls...fjarnám með þeim skólum sem það bjóða... ráðast í tónlistarnám fyrir alla aldurshópa...skapa hér aðstæður til að fullgera nemendur.... og skapa þeim vettfang til aðnemendur fái að tjá og sýna hvað þeir eru að hugsa og hvert þeir vilji stefna....það er mín trú..með breyttum áherslum og breyttum hugsunarhætti....að hér eiga eftir að verða til störf fyrir hámenntað fólk...nefni hér verkfræði... jafnvel rafmagnsverkfræði....ef við verðum svo lánsöm að fá sjávarfallavirkjun....iðnmentað fólk...stórkostlega tekjuöflun fyrir samfélagið...tryggingu fyrir því að samnýta alla kosti...hér væri líka hægt að vera með landbúnaðarsetur...sem miðlaði þörf og þekkingu til Vestfjarðasvæðisins ...sem er fullt af möguleykum til ferðatengds- landbúnaðar...svo sem að bjóða erlendum ferðamönnum að mæta í smalamenskur að hausti...nesta þá með nýskornu lambakjöti...kynna þeim land og landnytjar. En þetta er stórt skref í rétta átt...sameina og efla skólastarfið....samnýta hlutina...setja fram skýra og klára stefnumörkun...efla allt sem heitir nám fyrir nemendur...fylgja svo eftir með því að vera framsýn í vali verkefna sem gætu nýst sem flestum...og koma svo...eins og sagt er í handboltanum....hver sagði fyrir HM í handbolta kvenna að við myndum spila í 16 liða úrslitum? Enginn! Sjáið bara...Við gætum verið hér í þessu sveitafélagi í fyrsta sæti sveitafélaga sem sjálfbær eining þar sem allir væru að leggjast á sömu árarnar...og réru í sömu átt :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31