Skólastjóri á Reykhólum: Fimm umsækjendur
Sex sóttu um stöðu skólastjóra nýrrar skólastofnunar á Reykhólum sem verður til við sameiningu Leikskólans Hólabæjar og Reykhólaskóla (Grunnskólans á Reykhólum). Einn umsækjandi uppfyllti ekki þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu. Nöfn umsækjendanna fimm sem valið stendur um:
Anna Gréta Ólafsdóttir
Anna Sigrúnardóttir
Ástvaldur Heiðarsson
Kristrún Guðmundsdóttir
Lind Völundardóttir
Allt frá öndverðu hefur heiti barna- og unglingaskólans á Reykhólum verið Reykhólaskóli en ekki Grunnskólinn á Reykhólum (að þeim hætti sem víðast hefur verið tíðkaður seinni áratugi). Nú er að sjá hvort hinn sameinaði skóli muni samkvæmt hefð í héraði nefnast áfram Reykhólaskóli.
► Samþykkt að auglýsa stöðu stjórnanda sameinaðs skóla (8. mars 2012)
Þrymur Sveinsson, laugardagur 05 ma kl: 15:20
Halda skal í góðar hefðir.