Tenglar

5. maí 2012 |

Skólastjóri á Reykhólum: Fimm umsækjendur

Sex sóttu um stöðu skólastjóra nýrrar skólastofnunar á Reykhólum sem verður til við sameiningu Leikskólans Hólabæjar og Reykhólaskóla (Grunnskólans á Reykhólum). Einn umsækjandi uppfyllti ekki þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu. Nöfn umsækjendanna fimm sem valið stendur um:

 

Anna Gréta Ólafsdóttir

Anna Sigrúnardóttir

Ástvaldur Heiðarsson

Kristrún Guðmundsdóttir

Lind Völundardóttir

 

Allt frá öndverðu hefur heiti barna- og unglingaskólans á Reykhólum verið Reykhólaskóli en ekki Grunnskólinn á Reykhólum (að þeim hætti sem víðast hefur verið tíðkaður seinni áratugi). Nú er að sjá hvort hinn sameinaði skóli muni samkvæmt hefð í héraði nefnast áfram Reykhólaskóli.

 

Samþykkt að auglýsa stöðu stjórnanda sameinaðs skóla (8. mars 2012)

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, laugardagur 05 ma kl: 15:20

Halda skal í góðar hefðir.

Jóna Magga, laugardagur 05 ma kl: 16:14

Það mætti kannski líka nota tækifærið og breyta um nafn eins og hefur verið gert á sumum stöðum, t.d. í Dölunum. Þar var valið nafn sem tengist sögu svæðisins (Auðarskóli) og mér finnst vel til fundið.

Ingvar Samuelsson, sunnudagur 06 ma kl: 08:25

Það er ekkert hægt að likja þessari sameiningu á Reykhólum við sameiningu skólanna í Dölunum. Í Reykhólahrepp er enginn ástæða til að breita um nafn á Reykhólaskóla þar sem hann heitir eftir þéttbílinu. Ingvar Samúelsson

Dagný Stefáns, sunnudagur 06 ma kl: 14:53

Sammála Ingvari óþolandi svona nafnabreitingar á gömlum og rótgrónum stöðum svo framarlega sem sama starfsemi fer fram í því húsnæði.

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, mnudagur 07 ma kl: 13:22

Ég vorkenndi alltaf Dalamönnum að burðast með nafnið "Grunnskólinn í Búðardal" á sínum skóla á meðan við á Reykhólum vorum með þetta góða nafn "Reykhólaskóli" á okkar dögum. Dalamenn tóku sig á eins og kunnugt er og breyttu nafninu á sínum skóla sem betur fer. Ég ætla rétt að vona að orðinu "grunnskóli" (sem hefur alltaf fundist ljótt og kom illu heilli fyrst inn í lög árið 1974 í stað orðsins "barnaskóli") verði nú ekki blandað inn í nafn Reykhólaskóla.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30