Skólastjóri ráðinn
Á fundi sveitarstjórnar í gær, var ákveðið að ráða Valgeir Jens Guðmudsson skólastjóra Reykhólaskóla. Hann tekur við af Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur sem verið hefur skólastjóri tæp 4 ár. Skólinn fær áfram að njóta krafta hennar, því Ásta er ekkert á förum og mun starfa við kennslu.
Valgeir hefur töluverða reynslu af skólastarfi, sem dæmi var hann deildarstjóri í grunnskóla Vesturbyggðar á Birkimel, hann hefur nýlega reynslu af starfi skólastjóra við grunnskólann á Drangsnesi, og kenndi síðasta ár við grunnskólann á Hólmavík.
Valgeir hefur hlotið kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi, er með BSc gráðu í viðskiptafræði og master í viðskiptafræði með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði og hefur haldbæra og góða reynslu af rekstri og stjórnun.
Það vil svo skemmtilega til að skólastjórabústaðurinn, sem hann flytur í með fjölskyldu sína seinna í sumar, er í daglegu tali kallaður Jenshús.