Tenglar

15. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skorað á N1 að fresta lokuninni

Skjáskot af vef N1.
Skjáskot af vef N1.

Í gærkvöldi var stofnað til undirskriftasöfnunar, þar sem því er beint til N1 að fresta lokun eldsneytisafgreiðslunnar í Króksfjarðarnesi fram á haustið. Þegar þetta er ritað hefur nokkuð á fimmta tug fólks skrifað undir. Þeir sem það gera geta valið hvort nöfn þeirra birtast opinberlega eða ekki. Þegar skrifað hefur verið undir kemur til baka í netfangið sjálfvirkur póstur sem staðfesta þarf.

 

Slóðin á undirskriftasöfnunina

 

Dælunum í Nesi lokað nánast fyrirvaralaust

 

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, sunnudagur 16 mars kl: 14:55

Gaman að sjá þetta skjáskot af síðuni hjá N1, því þetta númer hefur ekki verið í notkun hér í u.þ.b. 8 ár. Þetta var beini síminn á skrifstofu kaupfélagsstjóra. Í dag gæti verið að þingmaður Framsóknar í NV kjördæmi svari ef hringt er í N1 í Króksfjarðarnesi. Eins er ég ekki alveg viss hvar yrði svarað ef hringt væri í 4350050, sem er númerið sem er gefið upp á Reykhólum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31