Tenglar

17. janúar 2011 |

Skorið niður á Dvalarheimilinu Barmahlíð

Barmahlíð í sól og sumaryl.
Barmahlíð í sól og sumaryl.
Reykhólahreppi barst á föstudag tölvupóstur frá fjármálaráðuneyti þess efnis, að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila. Fram kemur, að á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fækkar öldrunarrýmum úr 14 í 12. Þessi ákvörðun hefur þegar tekið gildi, eftir því sem fram kemur í póstinum. Vegna þessa máls verður haldinn fundur í hreppsnefnd Reykhólahrepps annað kvöld þar sem viðbrögð verða rædd. Að mati forsvarsmanna hreppsins er hér um að ræða stórmál á mælikvarða lítils sveitarfélags.

Póstur þessi var þó ekki sendur beint til Reykhólahrepps heldur til forstöðukonu Barmahlíðar, sem framsendi hann til sveitarstjóra. Þess má hér til viðbótar geta, að þriggja manna stjórn Dvalarheimilisins Barmahlíðar skipa þrír hreppsnefndarmenn Reykhólahrepps og í varastjórn eru hinir tveir auk eins varamanns í hreppsnefnd.
  

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, mnudagur 17 janar kl: 23:18

Þetta er hræðilegt, og alltaf byrjað að skera niður á sömu stöðum

Þrymur Sveinsson, mnudagur 17 janar kl: 23:51

Hvað eru margir vistmenn á Dvalarheimilinu?

Hlynur Þór Magnússon, rijudagur 18 janar kl: 00:44

Ekki veit ég um fjölda vistmanna, Þrymur frændi. Aftur á móti veit ég hitt, að ég bíð eftir því að pláss losni.

Sólrún Ósk Gestsdóttir, rijudagur 18 janar kl: 01:24

Ja nú er að efla samtaka máttinn sem var forðum. Þegar íbúar og félög lyftu Grettistaki og unnu og gáfu vinnuna og peninga til að hægt væri að byggja heimilið upp.


Nú hverjir eru hugmynda ríkir ?

Ef allir starfsmenn gefa 1 klst á viku ? hvað þíðir það ?

Ef allir sem geta gefa vinnu, t.d. 4 tíma á mánuði í þrif, bakstur, spjall, uppvask, þvott, ????

og hvað fleira.

Mínir 4 eru hér með boðnir, í hvað sem er.

Hvað fleira er hægt að gera til að halda þessum plássum.

margt smátt gerir sróra hluti.

Mínar bestu kv.

Sólrún Ósk

Einar Örn Thorlacius, rijudagur 18 janar kl: 08:11

Það er eitthvað bogið við þetta. Það er ekki hægt að tilkynna svona lagað með einföldum tölvupósti til hjúkrunarforstjóra og tilkynna jafnframt að breytingin hafi tekið gildi.

Þetta hlýtur að hafa átt sér einhvern aðdraganda, annað er óhugsandi.

Eða hvað?

Mér þykir vænt um Barmahlíð og fólkið þar. Þetta er að mínum dómí alveg sérstaklega vel heppnað hjúkrunar- og dvalarheimili.

Einar Örn Thorlacius
fyrrv. sveitarstjóri

Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 18 janar kl: 09:52

Þetta er áfall fyrir svona lítið sveitarfélag og ef ég væri á landinu myndi ég bjóða minna vinnu fram nokkra klst a mánuði í sjálfboðavinnu - ótrúlegt hvað menn fyrir sunnan geta verið svo kaldir að koma þessu til skila svona, án þess að ræða einhverjar úrlausnir.

Kveðja
Harpa
Oxford Englandi

Anna Björk Þ. Norðdahl, mivikudagur 19 janar kl: 18:11

Það er alveg merkilegt að það sé endalaust hægt að höggva á heilbrigðisstofnunum?????

Kristín I. Tómasdóttir, fimmtudagur 20 janar kl: 20:37

20.01.2011

Sá þessa frétt í dag. Það tók langan tíma og miklar bréfaskriftir að fá þessi fjórtán pláss og sorglegt að fækka þeim með einu tölvuskeyti. Komu einhverjar tillögur frá ráðuneytinu um það hvað eigi að gera við þa´sem eru í "aukaplássunum"?

Með bestu kveðjum og von um að það rætist úr þessum málum

Kristín

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31