Tenglar

14. janúar 2016 |

Skot Soffíu frænku: Fössari!

María Maack líffræðingur.
María Maack líffræðingur.

María Maack á Reykhólum, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og áhugamanneskja um náttúruvernd og umhverfismál, ætlar að skrifa öðru hverju stutta pistla hér á vefinn um þessi hugðarefni sín undir yfirskriftinni Skot Soffíu frænku, sem reyndar má skilja á ólíka vegu. „Ég hef verið að hugleiða svo margt sem snertir umhverfismál og hvernig við getum notað innfallandi öldu af alþjóðlegum pælingum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg í loftslagsmálum,“ segir hún.

 

„Það er eingöngu heima sem fólk getur eitthvað aðhafst,“ segir hún ennfremur. „Pistlarnir mínir munu fjalla um hvað við getum gert sjálf, og hvernig og hvers vegna sum hegðun er skárri fyrir umhverfið og loftslagið en annað.“

 

Stofnuð hefur verið sérstök undirsíða hér á vefnum fyrir pistlana hennar Maríu. Inn á hana er farið með því að smella á reitinn Skot Soffíu frænku í dálkinum hægra megin. Fyrsti pistillinn er kominn á síðuna og ber heitið Fössari!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31