Tenglar

20. desember 2009 |

Skötuveisla á Reykhólum á Þorláksmessu

Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Ekki verður brugðið frá hinni árlegu og vinsælu hefð Reykhóladeildar Lionsklúbbsins að halda skötuveislu á Þorláksmessu. Vonast er til þess að sem allra flestir komi í veisluna sem verður í Reykhólaskóla og hefst kl. 12 á hádegi. Verðið er það sama og í fyrra eða kr. 1.800 á mann. Ekki er hér aðeins um það að ræða að gæða sér á ljúffengri skötunni - að vísu er smekkur fólks í því efni eitthvað misjafn - heldur líka að hitta kunningjana. Og síðast en ekki síst er hér um að ræða eina af fjáröflunarleiðum Lionsdeildarinnar, sem veitir fjármunum sínum til ýmissa samfélagsmála í heimabyggð á hverju ári.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31