20. desember 2009 |
Skötuveisla á Reykhólum á Þorláksmessu
Ekki verður brugðið frá hinni árlegu og vinsælu hefð Reykhóladeildar Lionsklúbbsins að halda skötuveislu á Þorláksmessu. Vonast er til þess að sem allra flestir komi í veisluna sem verður í Reykhólaskóla og hefst kl. 12 á hádegi. Verðið er það sama og í fyrra eða kr. 1.800 á mann. Ekki er hér aðeins um það að ræða að gæða sér á ljúffengri skötunni - að vísu er smekkur fólks í því efni eitthvað misjafn - heldur líka að hitta kunningjana. Og síðast en ekki síst er hér um að ræða eina af fjáröflunarleiðum Lionsdeildarinnar, sem veitir fjármunum sínum til ýmissa samfélagsmála í heimabyggð á hverju ári.