Tenglar

7. nóvember 2015 |

Skráning hafin á Mannamót 2016

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir Mannamóti 2016, sem er vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni til að hitta ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur í Reykjavík. Mannamótið verður 21. janúar í flugskýli Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Skráning er hafin á nýrri heimasíðu markaðsstofanna.

 

„Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki skráð sig og stefnir allt í að við fyllum flugskýlið og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér pláss,“ segir Díana Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi hjá Markaðsstofu Vestfjarða í fréttapósti.

 

Allar ítarupplýsingar er að finna á www.markadsstofur.is. „En ef þið eruð óviss um eitthvað, ekki hika við að hafa samband í diana@vestfirdir.is,“ segir hún.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31