27. maí 2010 |
Skráning hafin í Vinnuskóla Reykhólahrepps
Vinnuskóli Reykhólahrepps verður starfandi í sumar frá og með 7. júní til og með 16. júlí. Rétt til starfa hafa börn fædd 1994-1997. Hámarksfjöldi nemenda verður 10 og munu heimakrakkar ganga fyrir í Vinnuskólanum. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, svo og lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Flokksstjóri verður eins og áður Jón Kjartansson.
Skráning fer fram hjá skrifstofu Reykhólahrepps í síma 434 7880 eða í netfanginu skrifstofa@reykholar.is til og með 2. júní, þar sem fram þarf að koma nafn, kennitala, símanúmer og launareikningur.
Einnig er skráningareyðublað hér á vefnum í valmyndinni vinstra megin: Stjórnsýsla - Umsóknareyðublöð.
Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í Vinnuskólanum.
Launataxtar sumarið 2010 eru þessir:
13 ára, fædd 1997, kr. 440 á tímann.
14 ára, fædd 1996, kr. 507 á tímann.
15 ára, fædd 1995, kr. 585 á tímann.
16 ára, fædd 1994, kr. 702 á tímann.
Vinnutími er 6 stundir á dag, kl. 9-12 og kl. 13-16.
Gert er ráð fyrir að 16 ára vinni með vélorf og við erfiðari störf.