Tenglar

18. janúar 2017 | Umsjón

Skráning hunda og katta byrjar senn

Ingibjörg Birna og Torfi á skrifstofum Reykhólahrepps við Maríutröð.
Ingibjörg Birna og Torfi á skrifstofum Reykhólahrepps við Maríutröð.

Í framhaldi af næstu frétt hér á undan um nýbirtar gjaldskrár hjá Reykhólahreppi, þar á meðal þá fyrstu varðandi hunda og ketti, kemur hér mynd sem tekin var í dag af nýráðnum dýraeftirlitsmanni, Torfa Sigurjónssyni, og Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Þau voru þá búin að skrifa undir verktakasamning við Torfa og þarna tekur hann við möppu með því sem þetta varðar.

 

Torfi hefst fljótlega handa við skráningu hunda og katta og að koma á dýrahreinsun í samráði við dýralækni.

 

Samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi

 

Gjaldskrár Reykhólahrepps fyrir þjónustu af ýmsu tagi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30