18. desember 2014 |
Skrifstofan lokuð frá Þorláksmessu og til 5. janúar
Vegna vinnu við launaútreikninga verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð milli jóla og nýárs og líka föstudaginn 2. janúar. Skrifstofan verður opin á venjulegum tíma (kl. 10-14) á Þorláksmessu en síðan ekki fyrr en mánudaginn 5. janúar. Eins og hér hefur komið fram verður afgreiðsla Landsbankans í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð þó opin mánudaginn 29. desember.