23. desember 2015 |
Skrifstofan lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð milli jóla og nýárs, en launavinnsla fer fram á þessum tíma. Ef um áríðandi erindi er að ræða má hafa samband við sveitarstjóra í síma 896 3629. Byggingafulltrúinn verður í fríi milli hátíðanna. Skrifstofan verður opnuð á ný mánudaginn 4. janúar. Afgreiðsla bankans verður opin á venjulegum tíma miðvikudaginn 30. desember (sjá hér um lokun fram eftir janúarmánuði).
Starfsfólkið á skrifstofunni biður fyrir bestu jóla- og nýárskveðjur.