Tenglar

27. janúar 2015 |

Skrifstofuskólinn í dreifnámi

Símenntunarmiðstöð Vesturlands er þessa dagana að fara af stað með Skrifstofuskólann og stendur skráning yfir. Hann er 160 klukkustunda nám, ætlað fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu- og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu jákvæðu viðhorfi til frekara. Meta má námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla.

 

Kennslufyrirkomulag

Námið er dreifnám, sem þýðir að það er blanda af staðlotum og fjarnámi. Nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og samskiptaforritið Lync og hitta síðan kennara og samnemendur í staðlotum í Borgarnesi. Fyrsta staðlotan er áætluð dagana 6.-7. febrúar. Námið er verkefnamiðað þannig að nemendur geta að hluta til stýrt sjálfir hvenær þeir leggja stund á námið og því hentar það vel með vinnu. Með því að bjóða þessa kennsluaðferð er verið að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda.

 

Námsgreinar eru t.d verslunarreikningur, bókhald, tölvu- og upplýsingaleikni, tölvubókhald og enska.

 

Verð er kr. 46.000. Hægt er að sækja um styrk til fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

Nánari upplýsingar og skráning hjá Helgu Lind Hjartardóttur, náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra (895 1662, helgalind@simenntun.is) og á Facebooksíðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

 

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31