Tenglar

30. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skrúðganga gömlu dráttarvélanna (myndskeið)

Allis-Chalmers - notaleg sjón fyrir suma.
Allis-Chalmers - notaleg sjón fyrir suma.

Gauti Eiríksson frá Stað tók upp myndskeið af ýmsum viðburðum á Reykhóladögum og setti á YouTube. Hér fyrir neðan er tengill á eitt þeirra, hópakstur gömlu dráttarvélanna um Reykhólaþorp með jeppa Björgunarsveitarinnar Heimamanna í broddi fylkingar og lögreglubíl á eftir lestinni, báða með bláu ljósin blikkandi. Tegundir vélanna komu hver fyrir sig í röð, fyrst Farmall-traktorar, svo Fergusynir, því næst Deutz o.s.frv. Loks komu nokkrar vélar af tegundum sem voru fremur sjaldséðar hérlendis, þar á meðal einn Allis-Chalmers (amerískur).

 

Gaman þótti umsjónarmanni þessa vefjar að sjá Chalmersinn, því að á einmitt svona traktor byrjaði hann að vinna fulla vinnu vorið 1954 eða fyrir liðlega sextíu árum.

 

Síðastur í röðinni í skrúðgöngu dráttarvélanna var þó sérstæðasti traktorinn í þessum hópi, þýskur af gerðinni Lanz Alldog. Skegg ökumannsins vakti líka verðskuldaða athygli. Löggan sem fylgdi á eftir hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá Lanzinum - af næsta augljósum ástæðum.

 

Eitthvað var um framúrakstur líkt og í Formúlu 1. Þar áttu a.m.k. í hlut þeir Magnús Sigurgeirsson og Jón Atli Játvarðarson, sem báðir voru á þokkalega sprækum Fergusonum. Ekki kom þó til þess að löggan tæki þá fyrir of hraðan akstur.

 

Tenglar á mörg fleiri myndskeið Gauta Eiríkssonar frá Reykhóladögum koma hér inn á Reykhólavefinn síðar í dag. Í kvöld eða í fyrramálið er síðan væntanleg syrpa með á annað hundrað ljósmyndum.

 

Hópakstur dráttarvélanna á Reykhóladögum 2014 (YouTube)

 

Þessu tengt:

Fólksfjöldinn á Reykhólum margfaldaðist

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30