Tenglar

13. september 2011 |

Skrugga gekk í BÍL og fékk myndarlegan styrk

Fyrir utan að starfa af krafti fyrstu tvö æviárin frá því að það var endurvakið - einstökum krafti miðað við íbúafjöldann í héraðinu - gekk Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi á síðasta ári í Bandalag íslenskra leikfélaga (BÍL). Í sumar veitti bandalagið félaginu fjárstyrk upp á tæplega hálfa milljón króna vegna þriggja verka sem færð voru upp á síðasta starfsári (júní 2010 til maí 2011). Fé til slíkra styrkja kemur til BÍL frá ráðuneyti mennta- og menningarmála.

 

Bandalag íslenskra leikfélaga, samtök áhugaleikfélaga á Íslandi, var stofnað árið 1950. BÍL rekur einu þjónustumiðstöð leiklistarinnar hérlendis og þjónar ekki einungis áhugaleikfélögum heldur öllum þeim sem starfa að málefnum leiklistar á landinu. Þar eru m.a. seldar förðunarvörur og hárkollur og þar er að finna stærsta leikritasafn landsins. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar BÍL aðstoðar við útvegun sýningarleyfa og sér um innheimtu höfundagreiðslna auk þess að veita ráðgjöf um ýmislegt sem viðkemur leiklist. Bandalagið starfrækir einnig leiklistarskóla.

 

Sjá einnig:

11.09.2011  Ný Skrugga athafnasöm á fyrstu tveimur æviárunum

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, rijudagur 13 september kl: 21:45

Til hamingju með styrkinn! Þið áttuð hann svo sannarlega skilið.

Ingibjörg Þór, rijudagur 13 september kl: 22:24

Húrra! Til hamingju, frábært.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30