Tenglar

4. september 2011 |

Skrugga getur þegið enn fleira liðsfólk

Skruggufólk á æfingu í Bjarkalundi og leiðist greinilega ekki mikið! Egill á Mávavatni situr undir Sollu formanni.
Skruggufólk á æfingu í Bjarkalundi og leiðist greinilega ekki mikið! Egill á Mávavatni situr undir Sollu formanni.

Aðalfundur Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á morgun, mánudagskvöld. Félagsfólk er eindregið hvatt til að koma á fundinn og ekki síður eru nýir félagar velkomnir og vel þegnir. Ótalmörg eru handarvikin við uppfærslu á leiksýningu önnur en að leika. Iðulega er sagt að undirbúningurinn, æfingarnar og félagsskapurinn séu enn skemmtilegri fyrir hópinn en sýningarnar sjálfar.

 

Fólk sem vill fá nánari upplýsingar um Skruggu og starfið þar getur t.d. talað við Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur formann (Sollu Magg, s. 897 2570) eða Eyvind Magnússon gjaldkera (Eyva í Hólakaupum).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30