Tenglar

14. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skuldir Reykhólahrepps aðeins brot af landsmeðaltali

Sveitarfélögin eru á réttri leið þegar horft er til skuldastöðu þeirra. Þetta er mat Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri úttekt greiningardeildar Arion banka skulda sveitarfélögin að meðaltali 167 prósent af árstekjum sínum. Þetta meðaltal var 193 prósent um áramótin 2012-13. Þess má geta, að um síðustu áramót voru skuldir Reykhólahrepps 48% af árstekjum. Það er mjög langt undir því sem almennt gerist og innan við þriðjungur af viðmiði laga um skuldsetningu.

 

Þrátt fyrir að skuldir sveitarfélaga lækki eru þær enn að meðaltali yfir viðmiði sveitarstjórnarlaga um skuldsetningu, sem miðast við 150% af árstekjum. Í samtali við RÚV fyrir skömmu sagði Halldór Halldórsson stöðu sveitarfélaganna vera í samræmi við það sem við hafi verið búist. „Við erum á réttri leið, og lögin gefa okkur tíu ár til að laga okkur að þessu 150% viðmiði,“ sagði hann.

 

Þótt staðan batni í heild, þá ýmist versnar staða þriggja skuldsettustu sveitarfélagana eða stendur í stað milli ára. Þessi sveitarfélög eru Fljótsdalshérað, Reykjanesbær og Sandgerði. Skuldir þeirra eru yfir 200% af árstekjum. Halldór segir þessa stöðu vissulega áhyggjuefni.

 

Sjá ársreikninga Reykhólahrepps og stofnana hans undir Stjórnsýsla - Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31