Tenglar

19. júlí 2008 |

Skúlptúrinn sem hvarf

Gústi að saga tröppurnar af húsinu. Stigapallurinn er frá og dottinn niður í tveimur hlutum.
Gústi að saga tröppurnar af húsinu. Stigapallurinn er frá og dottinn niður í tveimur hlutum.
1 af 2

Þessa dagana er verið að gera gamla samkomuhúsið á Reykhólum (mjólkurstöðina gömlu við Maríutröð) klárt undir málningu. Búið er að hreinsa veggi og þak með háþrýstu vatni og núna eru menn að fylla í múrskemmdir. Tröppurnar utan á norðurveggnum eru á bak og burt eftir alla þessa áratugi. Þær voru skúlptúr sem mörgum varð starsýnt á; heill metri upp í neðstu tröppuna, ekki nema fyrir allra kloflengsta fólk, og þegar komið var upp á stigapallinn varð ekki lengra farið. Engar dyr, ekkert framhald -takmark án tilgangs.

Á listamannamáli hefði þetta væntanlega verið kallað innsetning eða installation.

Einn daginn í vikunni kom Gústi oddviti með steinsögina sína stóru og sagaði tröppurnar af veggnum.

 

Í morgun lagði um Reykhólaþorpið mildan málningareim. Þak sem var grátt í gær er orðið rautt í dag. Veðrið er einmunablítt og sólskin um allar jarðir. Tugir tjalda og tjaldvagna og fellihýsa og hjólhýsa og hvað þetta allt heitir á túninu milli skólans og kirkjunnar. Margir í sundi í Grettislaug og í heitu pottunum eða bara í sólbaði. Mesta rennirí af ferðafólki það sem af er sumri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31