Tenglar

7. desember 2015 |

Skyldi rigna breiðfirskri síld á nýjan leik?

Af vefnum timarit.is.
Af vefnum timarit.is.

Þennan dag fyrir 79 árum, 7. desember 1936, rigndi síld í Bjarneyjum á Breiðafirði og þótti tíðindum sæta. Bæði Alþýðublaðið og Vísir greindu frá þessu nánast samhljóða sama daginn fjórum vikum seinna eða 4. janúar 1937 og vitnuðu í fréttaritara útvarpsins í Flatey. Ætla má að þá hafi alveg nýlega verið sagt frá þessu í útvarpinu, en fréttaflutningur á þeim tíma var vissulega ekki eins hraður og núna. Skýringin á þessari síld af himnum ofan var rakin til óvenjulegs veðurfyrirbæris.

 

Núna stefnir í mjög óvenjulegt veður (það hefur varla farið framhjá mörgum) og þá er spurningin þessi: Skyldi þessu veðri fylgja síld úr Breiðafirði?

 

Myndin er af fréttinni í Vísi og má gera hana læsilega með því að smella á hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30