Tenglar

27. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins

Skyndihjálparnámskeið verður haldið í Auðarskóla í Búðardal á vegum Búðardalsdeildar Rauða krossins (sem spannar einnig Reykhólahrepp) dagana 4.-7. nóvember kl. 18-22 hvert kvöld (mánudag til fimmtudags í næstu viku). Leiðbeinandi Árný Helgadóttir. Markmiðið er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og auka færni í því að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.

 

Viðfangsefni námskeiðsins eru meðal annars: Streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar: Tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð, athuga viðbrögð, opna öndunarveg, athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

 

Sjá nánar hér varðandi það sem fjallað verður um á námskeiðinu

 

Námskeiðið kostar kr. 9.000. Innifalin eru öll námsgögn. Þátttakendur skrái sig hér á vef Rauða krossins.

 

Frekari upplýsingar hjá Eyjólfi Sturlaugssyni í netfanginu eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31