Tenglar

17. apríl 2008 |

Skýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2007

Flateyjarbókhlaða.
Flateyjarbókhlaða.
Skýrsla Breiðafjarðarnefndar um störfin á liðnu ári er fróðleg og skemmtileg lesning, ekki síst fyrir íbúa Reykhólahrepps og raunar alla sem bera íslenska náttúru og sögu fyrir brjósti. Nefndin starfar í samræmi við lög nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar, en tilgangur þeirra er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Hlutverk nefndarinnar er að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar.

 

Meðal þess sem kom til kasta Breiðafjarðarnefndar á síðasta ári eru eftirtalin mál: 

  • Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð
  • Gerð rannsóknaáætlunar fyrir Breiðafjörð
  • Kynningarbæklingar um Breiðafjörð
  • Örnefnaskráningar á Breiðafirði
  • Skráning á sögu Breiðafjarðar
  • Mörk verndarsvæðis Breiðafjarðar
  • Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016
  • Reglugerðir skv. lögum um vernd Breiðafjarðar
  • Fækkun sjófugla
  • Tilnefning Breiðafjarðar á Ramsar-skrána og Heimsminjaskrá UNESCO
  • Bygging sumarhúss í Skáley á Breiðafirði, Dalabyggð
  • Umsókn um rekstrarleyfi til skelræktar og kræklingarækt á Breiðafirði
  • Kræklingarækt á Breiðafirði
  • Vindmylla í Langey
  • Framkvæmdir við Vertshús í Flatey
  • Reglur um byggingar í eyjum á Breiðafirði

Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar 2007 (pdf)

Vefur Breiðafjarðarnefndar
      

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31