1. febrúar 2016 |
Slæmt fyrir byggðir landsins
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist skilja vel þær áhyggjur sem sveitarfélögin á landsbyggðinni hafa af skertri póstþjónustu. Málið muni væntanlega lenda inni á borði stjórnar sambandsins.
„Þetta er slæmt fyrir byggðir landsins,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir það alltaf hafa legið fyrir að hluti póstþjónustunnar stæði ekki undir sér en hann hefði staðið í þeirri trú að vilji væri til að veita þessa þjónustu.