16. nóvember 2016 | Umsjón
Slæmt veðurútlit: Pítsudeginum frestað
Loksins er veturinn að ganga í garð og fyrsti snjórinn féll á jörð á Reykhólum í fyrrinótt. Veðurspáin fyrir morgundaginn og annað kvöld er slæm, og þess vegna hefur verið ákveðið að fresta áður auglýstum pítsudegi Nemendafélags Reykhólaskóla um tæpa viku, eða fram á miðvikudagskvöldið 23. nóvember.
Annað er óbreytt – sjá hér upplýsingar um áleggstegundir og fleira, pantanir og verð.