Tenglar

4. apríl 2011 |

Sláttur að hefjast við innanverðan Breiðafjörð

Enn er langt í heyskap hjá bændum en þangsláttur er að hefjast hjá Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum og stendur fram á haust. Sex sláttuprammar eru í eigu verksmiðjunnar og verða væntanlega allir að starfi, að sögn Atla Georgs Árnasonar framkvæmdastjóra. Verktakar annast sláttinn og tveir menn á hverjum pramma. Slegið er klóþang á grunnsævi. Klóþangið er önnur tegundanna tveggja sem verksmiðjan notar sem hráefni til mjölframleiðslu sinnar.

 

Yfir vetrarmánuðina er framleitt mjöl úr hrossaþara, sem tekinn er með þar til gerðum plógi á skipi verksmiðjunnar.

 

Oft hefur ferðafólk velt fyrir sér undarlegum appelsínurauðum fyrirbærum hér og þar í innfjörðum Breiðafjarðar. Margir hafa spurt um þetta á upplýsingaskrifstofu ferðafólks á Reykhólum. Hér eru á ferðinni sláttuprammar Þörungaverksmiðjunnar. Gengið er frá þanginu í netpoka sem fljóta við dufl og flutningaskip verksmiðjunnar sækir og flytur heim.

 

Ekki liggur enn fyrir dagsetningin þegar Grettir, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar, kemur í heimahöfn á Reykhólum síðar í þessum mánuði. Þegar þar að kemur fara menn héðan til Akureyrar að sækja skipið.

 

Myndir nr. 1-5 tók hþm í lok maí fyrir tveimur árum. Þar á meðal getur að líta flutningaskipið Karlsey, sem Grettir leysir senn af hólmi. Myndir nr. 6-8 eru nýjar og sýna Gretti í Slippnum á Akureyri. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
 
Vefur Þörungaverksmiðjunnar hf.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30