25. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is
Slökkviliðið með æfingu í Barmahlíð
Reykhólabúar eru beðnir að láta sér ekki bregða að ráði þótt þeir sjái Slökkvilið Reykhólahrepps á ferð og að störfum í og við Dvalarheimilið Barmahlíð eftir hádegi og fram eftir degi á morgun, þriðjudag. Þar verður haldin brunaæfing á tímabilinu milli kl. 14 og 16 og æfð björgun fólks úr húsinu. Unglingarnir á svæðinu verða í hlutverki heimilisfólksins og starfsfólkið æfir sín viðbrögð.
► 19.05.2013 Slökkviliðsæfing og brunavarnafundur í Flatey
► 21.02.2013 Gufudalskerra slökkviliðsins í yfirhalningu
► 16.11.2011 Slökkviliðið rýmir Reykhólaskóla á æfingu