Tenglar

19. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Slökkviliðsæfing og brunavarnafundur í Flatey

Ljóst má vera af meðfylgjandi myndum, að ekki hefur öllum leiðst æfingin í meðferð slökkvibúnaðar í Flatey á Breiðafirði í gær. Guðmundur Ólafsson slökkviliðsstjóri Reykhólahrepps og Guðmundur Bergsson eldvarnaeftirlitsmaður fóru þá út í Flatey ásamt fulltrúum úr brunavarnanefnd og slökkviliði Reykhólahrepps. Haldinn var fundur með heimafólki og húseigendum sem staddir voru í eynni og farið yfir brunavarnir, helstu áhættuþætti og mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða.

 

Slökkvibúnaður sem tiltækur er í Flatey var yfirfarinn og prófaður og reyndist í góðu lagi. Yngri kynslóðin tók virkan þátt í æfingunni eins og sjá má á myndunum sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók.

 

Plássið í Flatey samanstendur af mjög reisulegum timburhúsum sem standa frekar þétt. Þannig gæti reynst erfitt gæti að verja þessi verðmætu hús ef eldur yrði laus.

 

Guðmundur Bergsson mun innan skamms fara aftur út í Flatey og yfirfara eldvarnir í hverju húsi og gefa góð ráð.

 

Eina frávikið frá réttri tímaröð myndanna sem hér fylgja: Mynd nr. 3 var tekin á leiðinni frá Staðarhöfn á Reykjanesi út á Breiðafjörð áleiðis í Flatey.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31