Tenglar

20. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Smá hvalreki

Kleina Karen er ekki mjög stórvaxin, en ekkert mikið minni en hvalurinn, mynd JGG
Kleina Karen er ekki mjög stórvaxin, en ekkert mikið minni en hvalurinn, mynd JGG
1 af 2

Jóhannes Geir Guðmundsson fór í göngu á dögunum með heimilishundinn Kleinu Karen, þá rákust þau á þennan fallega hnísukálf rekinn hérna á Reykhólum. 

 

Annað slagið sjást hvalir hér inni á fjörðum, lítil háhyrningavaða sást í Berufirðinum fyrir fáum árum, og í vor í Þorskafirði.

Að öllum líkindum eru þeir að elta æti.

 

Flestir hvalirnir fara þegar þeir hafa lokið erindum en sumir eru ekki jafn heppnir. Fyrir nokkrum árum gekk ferðafólk fram á háhyrningskálf uppi í fjöru innarlega í Þorskafirði og var smá klausa um það hér á síðunni þegar Borgarbræður hjálpuðu honum á flot. Seinna um sumarið fannst svo samskonar kálfur rekinn utar í firðinum hjá Hlíð og mjög líklegt að það hafi verið sama dýrið. Hann var ekki mjög heppinn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29