Tenglar

18. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Smíði fimmtán metra skips á döfinni

Hjalti [Hafþórsson] hefur þegar byrjað undirbúning þriðja og síðasta hluta verkefnisins, sem einnig er sá umfangsmesti. „Það er smíði á haffæru skipi að fyrirmynd skipa sem voru notuð til millilandasiglinga. Þetta er mjög stórt skip, 15 metra langt. Ég hef ekki lokið við að fjármagna það verkefni þannig að of snemmt er að segja til um hvenær það fer af alvöru af stað,“ segir hann. Þessu til viðbótar hefur Hjalti fengið nokkuð af beiðnum um að halda fyrirlestra um bátasmíðina og bátagerðir fyrr á öldum, sem gefa innsýn í hvernig Íslendingum tókst að byggja upp land og lifa af.

 

Þannig segir í Fréttatímanum í gær, þar sem rætt er við Hjalta Hafþórsson á Reykhólum um bátasmíðaverkefni hans, sem nefnist Horfin verkþekking.

 

„Ég var forvitinn um af hverju gömlu trébátarnir okkar voru eins og þeir voru, fór að skoða bátskuml til að athuga hvort ég gæti nýtt þau og ákvað loks að endurgera Vatnsdalsbátinn sem er talinn hafa verið smíðaður á Íslandi úr rekavið.“ Hann segir að verkefnið „Horfin verkþekking“ gangi út á að endurheimta, að því marki sem hægt er, handverk og bátagerðir fyrri alda, en svo virðist sem mikil þróun hafi orðið í bátasmíði og hönnun frá Vatnsdalsbátnum og þar til fyrirmyndir Króka-Refs voru gerðar,“ segir Hjalti.

 

Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar

Vatnsdalsbáturinn

 

Athugasemdir

Eyvindur, sunnudagur 19 janar kl: 11:00

Flott okkar fólk

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31