Tenglar

4. maí 2011 |

Snæbjörn endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins

Grillmeistarar í sumarferð félagins á Reykhólum 2008. Snæbjörn formaður er lengst til vinstri á myndinni.
Grillmeistarar í sumarferð félagins á Reykhólum 2008. Snæbjörn formaður er lengst til vinstri á myndinni.
Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins eitt árið enn á aðalfundi þess fyrir nokkru. Ein breyting varð á stjórn félagsins, þar sem Bjarnheiður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér lengur eftir langt og farsælt stjórnarstarf. Auk Snæbjarnar skipa nú stjórn félagsins þau Sigrún Halldórsdóttir varaformaður, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri, Sæunn G. Thorarensen varagjaldkeri, Alvilda Þóra Elíasdóttir ritari, Sigríður Karvelsdóttir vararitari og Inga Hansdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Finnbjörn Gíslason og Hulda Karlsdóttir.

 

Á meðfylgjandi mynd eru grillmeistarar Breiðfirðingafélagsins við anddyri Reykhólaskóla sumarið 2008. Það árið fór félagið sumarferð sína að Reykhólum og dvaldist eina helgi eða dagana 27.-29. júní. Fjölmenni var í ferðinni og í grillveislunni á laugardagskvöldinu voru um 250 manns eða tvöfaldur fjöldi íbúanna í Reykhólaþorpi. Snæbjörn Kristjánsson þáverandi og núverandi formaður er lengst til vinstri á myndinni.

 

Vefur Breiðfirðingafélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31