19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Sneri við ákvörðun Ögmundar varðandi Teigsskóg
Nýr ráðherra samgöngumála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur snúið við ákvörðun Ögmundar Jónassonar forvera síns um Teigsskóg við Þorskafjörð og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð þar í nýtt umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þar sagði ráðherra að þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar og því hafi verið skynsamlegt að setja hana strax í þetta ferli.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar.
► Fréttina í heild má sjá og heyra hér
Eyvindur, fimmtudagur 20 jn kl: 07:56
Vinur minn sjálfstæðismaðurinn hafði þá rétt fyrir sér þegar hann sagði að allt myndi batna eftir kosningar.