Tenglar

19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Sneri við ákvörðun Ögmundar varðandi Teigsskóg

Skjáskot úr fréttinni á Stöð 2.
Skjáskot úr fréttinni á Stöð 2.

Nýr ráðherra samgöngumála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur snúið við ákvörðun Ögmundar Jónassonar forvera síns um Teigsskóg við Þorskafjörð og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð þar í nýtt umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þar sagði ráðherra að þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar og því hafi verið skynsamlegt að setja hana strax í þetta ferli.

 

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar.

 

Fréttina í heild má sjá og heyra hér

 

Athugasemdir

Eyvindur, fimmtudagur 20 jn kl: 07:56

Vinur minn sjálfstæðismaðurinn hafði þá rétt fyrir sér þegar hann sagði að allt myndi batna eftir kosningar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30