Tenglar

17. febrúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Snjóflóð á Barmahlíð

1 af 7

Á Barmahlíð (Hlíðinni minni fríðu sem flestir þekkja) er skógræktarsvæði sem blasir við vegfarendum á leið að Reykhólum. Þarna er búið að gróðursetja í liðlega 20 hektara, fyrstu trén gróðursett 1948, sitkagreni, orðin sjötug og um 20 m. þau hæstu.

 

Um síðustu helgi sáust ummerki á Barmahlíðinni eftir snjóflóð, rétt innan við áningarstaðinn var ruðningur á veginum þar sem lurkar og greinar stóðu upp úr.Við nánari eftirgrennslan sást að úr allri hlíðinni milli Svartagils og Ytri Þúfnalækjar, hátt í 600 m. kafla, hafði farið af stað flekaflóð og að minnsta kosti 5 tungur sem náðu niður í skógræktina og höfðu brotið og rifið upp tré.

 

Það kemur ekki ljós fyrr en snjóa leysir hversu mikið hefur laskast.

Þegar meðfylgjandi myndir voru teknar hafði fennt og skafið yfir þannig að minna bar á verksummerkjum.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30