18. nóvember 2017 | Sveinn Ragnarsson
Snjólist við hreppsskrifstofuna
Skvísurnar á skrifstofu Reykhólahrepps bjuggu til oddvita í hádeginu á miðvikudag og vilja hér með skora á aðra vinnustaði að skapa eftirmyndir eigin yfirmanna.
Til fróðleiks má geta þess að snjór er ákaflega mismunandi hráefni, ræður þar m.a. hitastig og rakainnihald.
Þær stöllur á Hreppnum voru sérstaklega heppnar með snjó þennan dag.
Dalli, sunnudagur 19 nvember kl: 12:31
Er þetta stjórnarbylting? Er Villi í stofufangelsi?