Tenglar

12. janúar 2012 |

Snjónum blásið og mokað út um allt

Gústaf Jökull og blásarinn. Traktorinn er með drif á öllum og keðjur á öllum.
Gústaf Jökull og blásarinn. Traktorinn er með drif á öllum og keðjur á öllum.

Snjóþyngslin í vetur hafa kallað á mikla vinnu í Reykhólahreppi eins og annars staðar. Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, sem er með kúabú á Miðjanesi, fékk fyrir stuttu snjóblásara aftan á dráttarvél svo að mjólkurbíllinn komist upp heimreiðina en þar er mikil snjósöfnun. Núna er bíll Mjólkursamlagsins aðeins með drifi að aftan en ekki á öllum eins og áður tíðkaðist og þess vegna þarf að ryðja vel alveg heim á hlað á bæjum. „Það er víða ótrúlega mikill snjór“, segir Gústi.

 

Blásarann fékk hann af eigin nauðsyn en segir aðspurður að vel megi skoða það ef einhverjir þurfi á blásara að halda. Hins vegar henta ólík tæki ólíkum aðstæðum. Gústi segir að blásarinn sé ekki heppilegur þar sem þröngt er milli húsa vegna hættu á steinkasti.

 

Ýmsir fleiri í héraðinu eru með snjóruðningstæki í notkun. Þannig hefur Matthías á Hamarlandi verið að moka með traktorsgröfu á Reykhólum að undanförnu, en hann er líka með blásara. Frést hefur af Jens í Mýrartungu að starfi með snjóblásara í innsveitinni og Leifi í Djúpadal með blásara á Klettshálsi. Auk þess eru væntanlega flestir ef ekki allir bændur með skóflu framan á traktor til heimanota. Áður hefur verið fjallað hér um snjóplóginn sem Brynjólfur Smárason fékk fyrir nokkru og þjóðvegahreinsun Erlings Jónssonar fyrir Vegagerðina (sjá tengla hér fyrir neðan).

 

10.01.2012  Mesti snjóruðningsvetur síðan fyrir Gilsfjarðarbrú

07.01.2012  Snjóplógur af Ströndum á Reykhóla

 

Athugasemdir

Eva, fstudagur 13 janar kl: 11:42

Leifur hefur nú farið víðar en á Klettsháls :)

maria jatvarðardóttir, fstudagur 13 janar kl: 20:57

Frændi öflugur að vanda

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30