Tenglar

20. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Soffía frænka lætur til sín taka

Í byrjun september hljóp María Maack í skarðið fyrir Hjalta Hafþórsson sem aðstoðarkokkur Ingvars Samúelssonar í mötuneyti Reykhólaskóla. Og það skipti engum togum: María fjarlægði af borðum nemenda og starfsfólks þann mat sem inniheldur tilbúinn sykur, eins og sætt jógúrt, púðursykur og tómatsósu. Í staðinn komu ávextir og ferskt grænmeti og örlítið glaðleg kryddun á hollustumat. Nema kannski á föstudögum þegar sætindi og nútímaréttir eins og pylsur og pasta sjást á matseðlinum. Þetta er í anda átaksins „sykurskertur september“ sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum.

 

„Þetta vakti blendna hrifningu í upphafi,“ segir María. „En eftir eina viku fóru krakkarnir að taka við sér og sýna matnum áhuga: Hvernig er þetta eldað? Hvað gerir sósuna svona sérlega góða? Af hverju þarf ég að borða kál? eru spurningar sem hafa heyrst. Hugtakið vondur matur hefur verið bannorð í mötuneytinu.“

 

María segir að bæði Ingvar matráður og starfsfólkið, sem margt hvert á börn í skólanum, hafi tekið þessu framtaki ákaflega vel.

 

Sykurskertur september hefur verið á dagskrá í nokkur ár í öðrum landshlutum. Ástæðan er sú að sykruð matvæli eru talin hafa slæm áhrif á holdarfar og geta valdið fíkn í meiri sykur. Hann inniheldur engin vítamín eða steinefni eða nauðsynleg næringarefni nema kolvetni. Þau fást hvort eð er úr kartöflum, rófum, grófu brauði, hafragraut og öðru sem stendur með börnunum yfir daginn.

 

„Ekki væri úr vegi að foreldrar myndu nota þetta tækifæri og fylgja frumkvæði skólans eftir heima fyrir og takmarka sykur og snakk,“ segir María.

 

Hér getur að heyra umfjöllun um sykur í Mannlega þættinum á dagskrá RÚV í gærmorgun. Hún byrjar eftir 19 mínútur á upptökunni.

 

Athugasemdir

Halla Valda, sunnudagur 21 september kl: 00:07

Ég er svo ánægð með þetta framtak :-)

Dalli, sunnudagur 21 september kl: 10:20

Þetta er gott framtak að vekja athygli krakkanna á hollu mataræði. En sykur er hrein orka og ekki óhollur ef orkan fær útrás, öfugt við gervisætuefnin sem eru sjúkdómavaldar, eins og alltaf er að koma betur í ljós.

Anna Björg, sunnudagur 21 september kl: 23:08

Algjör snilld og ég vona að þetta sé ekki bara í september ;)

Guðmundur Beck, mnudagur 22 september kl: 00:03

Þetta er lofsvert framtak. Líklega er óhóflegt sykurát Íslendinga aðalorsök ristilkrabbameins sem ku vera að ganga frá einum skrokk í hverri viku.

María Maack, mnudagur 22 september kl: 14:13

Ég vil vekja athygli ykkar á þættinum sem bent er á. Þar er því lýst hvernig sykur virkar til að hvetja til fitusöfnunar. Alveg rétt Dalli, sykur gefur orku, en ef þessi orka er ekki notuð hleðs hún utan á okkur að utan og innan, - og þa óþarfi að dulbúa hana fyrir börn með lokkandi bragði Ég vil sannarlega taka undir að ekki bæta gervisætuefni úr skak, Það eru bara svo mörg g´öð brögð til og gott að æfa sig að njóta þeirra ýkjulaust. - Fjölbreytni og hófsemi eru það ekki lykilorðin? Fyrir utan dalgela létta hreyfingu auðvitað! Hvar erur reiðhjól hinna fullorðnu á Reykhólum, til dæmis? ..;-}

Dalli, mnudagur 22 september kl: 19:19

Reiðhjól eru góð farartæki en besta hreyfingin er röskleg ganga. :)

þóra mjöll, rijudagur 23 september kl: 17:08

Vá frábært, skólinn á auðvitað að vera staður þar sem lagt er uppúr hollum mat, þó sykur sé orka má ekki gleyma því að holl kolvetni eru miklu betri orka ;) foreldrar geta svo ráðið þvi hvaða óhollustu þau bjóða börnunum heima

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31