28. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Söfnunin til styrktar Kidda og fjölskyldu hans
Núna við mánaðamót skal minnt á söfnunina til styrktar Kristni Arinbirni Guðmundssyni og fjölskyldu hans, sem hér var greint frá. Reykhóladeild Lions hefur ákveðið að leggja henni lið með fjárframlagi og vonast til að það geti jafnframt orðið einhverjum hvatning til að gera slíkt hið sama.
► Fjársöfnun til styrktar Kidda og fjölskyldu hans