Tenglar

6. júlí 2019 | Sveinn Ragnarsson

Sögurölt á Heinabergi

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 9. júlí kl. 19:30, frá bæjarhlaðinu á Heinabergi.

Þar verður rölt um jörðina, lífið í fjörunni kannað, stuðlaberg og annað það sem náttúran býður uppá það kvöldið. Þá verða sagðar sögur af kvenskörungum, bardögum, harðindum, búvísindum, sauðaþjófum og öðru markverðu og minna markverðu sem tengist sögu Heinabergs.

Leiðsögn er í höndum Höllu Sigríðar Steinólfsdóttur bónda í Ytri-Fagradal og Valdísar Einarsdóttur héraðsskjalavarðar.

Strandamenn, Dalamenn, íbúar Reykhólahrepps og aðrir gestir eru velkomnir í sögurölt með okkur. Engin önnur fjárútlát en að koma sér á staðinn.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31