Tenglar

24. júní 2019 | Sveinn Ragnarsson

Sögurölt að Bjarnastöðum

mynd af dalir.is
mynd af dalir.is

Bjarnastaðir í Saurbæ

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður í samvinnu við Hugrúnu og Guðmund bændur á Kjarlaksvöllum og verður rölt um Bjarnastaði í Saurbæ.


Röltið verður miðvikudaginn 26. júní kl. 19:30 frá hliðinu að Bjarnastöðum. Rölt verður um landnámsjörð Sléttu-Bjarna, skoðaðar friðlýstar hofrústir, dys Bjarna og annað sem verður á leið okkar og gefur tilefni til að stoppa við og segja sögur. Þetta er stutt og þægilegt rölt og fótafúnir geta auðveldlega sleppt þeim stutta hluta sem er á fótinn.

Dalamenn, Strandamenn, íbúar Reykhólahrepps og aðrir góðir gestir eru velkomnir í rölt með okkur. Söguröltin eru í boði safnanna og því engin fjárútlát að taka þátt.  

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31