Tenglar

13. ágúst 2019 | Sveinn Ragnarsson

Sögurölt í Hundadal í Miðdölum 14. ágúst

Hundadalur, mynd af síðu Byggðasafns Dalamanna
Hundadalur, mynd af síðu Byggðasafns Dalamanna

Miðvikudaginn 14. ágúst verður sögurölt í Hundadal í Miðdölum. Mæting er á hlaðinu á Neðri-Hundadal kl. 19:30. Sigursteinn bóndi þar mun leiða röltið og segja sögur tengdar Hundadal og Suðurdölum frá landnámi til okkar dags.

 

 Söguröltin eru samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Sögurölt í Hundadal er það áttunda af tíu í sumar og það síðasta sem ráðgert er í Dölunum.

 

Vikuna 19.-22. ágúst verður níunda söguröltið á Ströndum og í lok ágúst verður það síðasta á góðum stað.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31