Tenglar

31. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Söguskilti á villigötum

Söguskiltið við minnismerki sr. Matthíasar Jochumssonar.
Söguskiltið við minnismerki sr. Matthíasar Jochumssonar.
1 af 5

Við Þorskafjörð er og hefur verið í mörg ár myndarlegt söguskilti með textum á fimm tungumálum til minningar um Þorskafjarðarþing hið forna, sem háð var á Kollabúðaeyrum inni í fjarðarbotni, en ekki síður um Kollabúðafundina sem þar voru haldnir á 19. öld. En þó að skiltið sé gott hefur einhver misskilningur orðið þegar því var komið fyrir. Það er við minnismerki þjóðskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar í landi Skóga, fæðingarstaðar hans við fjörðinn austanverðan, en ekki við minnismerkið um Kollabúðafundi inni í botni Þorskafjarðar.

 

Myndirnar segja raunar það sem segja þarf. Annars vegar eru myndir af minnismerki skáldsins og umræddu söguskilti rétt hjá, en þarna heitir Skógastekkur. Þar hefur verið gerður svolítill afleggjari og búinn til áningarstaður; lítið skilti við þjóðveginn ber nafn Matthíasar og vísar þar upp eftir. Hins vegar eru myndir innan úr Þorskafjarðarbotni af minnismerkinu um Kollabúðafundi, sem haldnir voru þar á Kollabúðaeyrum á þingstaðnum forna.

 

Textinn á söguskiltinu í Skógum hefst þannig: Vorþingstaður fyrir Vestfirði var að fornu hér á Kollabúðaeyrum við Músará.

 

Sá sem lítur í kringum sig við þennan lestur sér að hann er staddur á dálitlum hjalla í fjallshlíð og engar eyrar.

 

Annað verður að telja undarlegt, þar sem prýðilegar heimildir eru til um Kollabúðafundi. Á minnismerkinu inni í fjarðarbotni stendur: Kollabúðafundir 1849-1868. Á söguskiltinu í Skógum segir á hinn bóginn að þeir hafi verið haldnir 1849-1895 (vel læsilegt ef myndirnar eru stækkaðar með því að smella á þær).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31