Tenglar

6. mars 2015 |

Sögustund með Sveini Ragnarssyni

Bjarkalundur rétt um 1950. Myndin er í eigu Unnsteins H. Ólafssonar á Grund.
Bjarkalundur rétt um 1950. Myndin er í eigu Unnsteins H. Ólafssonar á Grund.
1 af 3

Núna á sunnudag (8.3.) verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal eins og verið hefur marga sunnudaga í vetur. Að þessu sinni segir Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal frá mannlífi og sögu í Austur-Barðastrandarsýslu. Þessar sögustundir hafa verið í umsjá Valdísar Einarsdóttur safnvarðar, þar sem bæði hún og gestir hafa sagt frá áhugaverðum hlutum sem tengjast Dalahéraði fyrr og nú.

 

Áður voru fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu en árið 1987 voru þeir sameinaðir í einn, Reykhólahrepp hinn nýja. Sýslan (núverandi Reykhólahreppur) spannar svæðið milli Brekkuár í botni Gilsfjarðar og Skiptár í Kjálkafirði austanverðum, auk mikils hluta Breiðafjarðareyja. Hún telst vera 1.090 ferkílómetrar og íbúafjöldinn 270 manns.

 

Gömlu hrepparnir fimm í sýslunni voru Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. Á 19. öld og fram yfir aldamótin 1900 voru búsettar í Flateyjarhreppi vel á fimmta hundrað manneskjur en síðan fækkaði jafnt og þétt (hér má sjá athyglisverð súlurit og fólksfjöldaskrá). Þegar hrepparnir fimm í Austur-Barðastrandarsýslu voru sameinaðir í einn voru íbúarnir allnokkru færri en voru í Flateyjarhreppi einum á sínum tíma.

 

Allir eru velkomnir á sögustundina með Sveini, sem hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna.

 

Þeir sem vilja nota tækifærið og bregða sér í sund á Laugum hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara í netfanginu gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 eða 434 1465.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31