5. apríl 2012 |
Sögustundin á bókasafninu á sínum stað
Héraðsbókasafnið á Reykhólum verður opið á laugardagsmorgun kl. 10-12 (fyrsti laugardagur mánaðarins) og lesið verður fyrir krakkana kl. 11 að venju. Safnið verður lokað á mánudag (annan dag páska) en síðan opið á miðvikudag eins og venjulega.
Bókasafnið er til húsa í Reykhólaskóla. Fyrir utan fyrsta laugardaginn í mánuði er safnið að öllu venjulegu opið tvisvar í viku, mánudaga kl. 15-17 og miðvikudaga kl. 13-15. Bókavörður er Harpa Eiríksdóttir.