Tenglar

28. nóvember 2011 |

„Sóknarfæri fyrir strjálbýli í byggðastefnu ESB“

Heikki Ojala greindi frá reynslunni á strjálbýlum svæðum Norður-Finnlands.
Heikki Ojala greindi frá reynslunni á strjálbýlum svæðum Norður-Finnlands.

Sveitarfélög, fyrirtæki og fleiri aðilar á Vestfjörðum eiga kost á að nýta sér það fé sem bundið er í byggðastefnu Evrópusambandsins til nýsköpunar, menntunar og atvinnuuppbyggingar. Þetta kom fram á kynningarfundi um evrópsk byggðamál sem haldinn var á Ísafirði fyrir helgi. Fundurinn var haldinn til að upplýsa sveitarstjórnarmenn og aðila vinnumarkaðarins um byggðastefnu ESB og hvaða sóknarfæri eru möguleg ef niðurstaðan yrði sú að gengið yrði í sambandið.

 

Að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðum við ESB, eru byggðamál ein meginstefna sambandsins en með henni er reynt að stuðla að betri samkeppnisfærni dreifðari byggða innan ESB og koma til móts við svæði sem eiga undir högg að sækja, til að mynda vegna strjálbýlis, einhæfs atvinnulífs, einangrunar eða annarra aðstæðna.

 

„Með stefnunni er reynt að styðja við bakið á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja með því að stuðla að nýsköpun, menntun og atvinnuuppbyggingu en til þess eru sjóðir sem við myndum hafa aðgang að ef gengið yrði í sambandið. Aðilar fá þó ekki sjálfkrafa aðgang að sjóðunum heldur verða þeir að sækja um fjármagnið og búa til verkefni sem eru styrkhæf,“ segir Stefán Haukur.

 

Heikki Ojala þróunarstjóri í Oulu-héraði í Norður-Finnlandi fór yfir reynslu Finna og hvernig staðið er að byggðamálum í strjálbýlum svæðum landsins.

 

„Við höfum verið að skoða hvernig Finnar hafa staðið að málum en við getum lært ýmislegt af þeim. Eins og fram kom hjá finnska sérfræðingnum hefur byggðastefnan reynst nyrstu svæðum Finnlands vel en þar eru aðstæður að mörgu leyti svipaðar og hér,“ segir Stefán Haukur.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31