Tenglar

7. mars 2011 |

Sóknarfæri í framleiðslu „matarminjagripa“

Ásgerður Þorleifsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, segir veg „matarferðamennsku“ fara sívaxandi. Hún stýrir verkefninu Veisla að vestan, sem er samstarfsverkefni fyrirtækja um alla Vestfirði. Verkefnið miðar að því að auka sýnileika vestfirskra matvæla, auka gæði þeirra, efla framleiðslu úr vestfirsku hráefni og síðast en ekki síst að auka framboð af vestfirskum mat á veitingahúsum.

 

„Þetta snýst mest um smáframleiðslu matvæla, eins og bændur sem eru sjálfir að vinna afurðir heima við, eða smærri fiskframleiðendur sem framleiða harðfisk eftir gömlum aðferðum eða reykja rauðmaga, svo dæmi sé tekið. Þetta snýst nefnilega líka svolítið um að varðveita gamlar vinnsluaðferðir og hefðir í matargerð“, segir Ásgerður í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði.

 

Hún segir ferðamenn gera sívaxandi kröfur um að kynnast svæðisbundnum þáttum, sama hvort það er maturinn eða fólkið sjálft. „Þeir sækjast eftir því að fá mat sem er unninn á svæðinu. Krafan um rekjanleika og ferskleika matarins er alltaf að verða meira og meira áberandi, en það er ekki síður upplifunin sjálf - að borða matinn - sem verður vinsælli og vinsælli.“

 

Þá segist hún sjá mikil sóknarfæri í framleiðslu matarminjagripa. „Það er eitthvað sem við erum að vinna með núna, að aðstoða fólk sem hefur áhuga á matarminjagripaframleiðslu, sama hvort það eru sultur eða kæfur eða harðfiskur. Þá er verið að hugsa um allan pakkann, metnaður er lagður í umbúðir, og fróðleikur um uppruna, vinnsluaðferð og hefðir fylgir með. Þá kaupir ferðamaðurinn upplifunina og tekur minninguna með sér heim“, segir Ásgerður.

 

Sjá einnig:

Verkefnið „Veisla að vestan“ í þróun hjá Atvest

Lostalengjur, álfasulta og mysusoðin bláskel
 

Athugasemdir

María Játvarðardóttir, mivikudagur 09 mars kl: 15:59

Bendi á heimasíðuna olafsdalur.is. Ólafsdalsfélagið er með hugmyndir um ræktun og sölu á grænmeti og hugsanlega framleiðslu og sölu á matvælum. Þessir aðilar ættu að vinna saman að þessum verkefnum,

Kveðja María Játvarðardóttir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31