Tenglar

4. apríl 2016 |

Sóknarfæri í sauðfjárræktinni

Bændur eiga að nýta sér mikla eftirspurn eftir ullarvörum til þess að framleiða betri ull og auka verðmætin. Þetta segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sem telur að nú sé tækifæri til að hækka ullarverð til bænda. Sala á íslenskum ullarvörum er stöðugt að aukast og Ístex annar ekki lengur eftirspurn eftir lopa. Ístex kaupir nær alla þá ull sem til fellur hjá sauðfjárbændum, eða rúm 1000 tonn á ári.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Þórarin í fréttum RÚV. Hann telur að við þessar aðstæður aukist þrýstingur á Ístex að greiða hærra ullarverð til bænda.

 

„En þetta þarf að gerast allt í samhentu átaki. Það þýðir ekki bara að heimta hærra verð fyrir ullina, heldur þurfum við líka að hafa gæðin í lagi og þetta þurfum við bara að vinna í sameiningu, Ístex og bændur,“ segir hann.

 

Um helmingurinn af ullinni sem til fellur er fyrsta flokks og fer í framleiðslu á lopa. Hinn helmingurinn er lakari ull sem seld er óunnin úr landi. Þórarinn segir að núna sé kjörið tækifæri til að bæta ullina og auka ræktun á fé sem gefur hreina liti og betri ull. Hvatning í þá átt sé til dæmis að auka verðmuninn milli gæðaflokka.

 

„Þetta er eitt af mörgum sóknartækifærum sem við eigum í sauðfjárræktinni. Þarna eigum við að stíga fram og gera enn betur og auka arðsemi búanna.“

 

Þá eigi Landssamtökin og Ístex að ráðast í átak og hvetja bændur til bættar umhirðu um ullina. Flokka hana og nýta betur en gert er í dag. „Þarna er hægt að grípa inn í strax til þess að auka verðmætin. Þannig að við þurfum að fara í þetta núna í sumar og haust, áður en menn fara að rýja.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31