Tenglar

16. nóvember 2010 |

Sóknin gegn landsbyggðinni

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
„Við sem erum fædd á fyrri hluta síðustu aldar höfum lifað miklar breytingar og flestar til bóta. Sumar þeirra verður maður var við, þegar þær gerast, aðrar skynjar maður síðar, þegar litið er til baka. Þegar fór að líða á öldina fóru að heyrast raddir, sem ekki töldu landsbyggðina eiga neinn rétt - þeir geta bara flutt suður. Þessar raddir voru hjáróma í fyrstu en fljótlega tóku fleiri og sterkari undir. Nú hófst sóknin gegn landsbyggðinni.“

 

Þetta segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) meðal annars í aðsendri grein sem lesa má í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Þar eru einnig fleiri nýjar aðsendar greinar. Í lok greinar sinnar segir Dalli:

 

„Endurreisum kjördæmin eins og þau voru fyrir síðustu breytingu. Gerum þau að þriðja stjórnsýslustiginu. Þau geta tekið við þeim verkefnum, sem stórum sveitarfélögum eru ætluð. Látum sveitarfélögin í friði. Þau geta sameinast eða skipt sér eftir því hvað hentar á hverjum stað.“

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 20 nvember kl: 09:16

Samála þér ská/frændi...heimskra manna tal um að eitt kjördæmi væri lausn allra vandamála....það er ekki rétt...þetta er ósk og vilji leti...það verður að vera kvati okkar kjósenda að hafa áhrif á kostningar til alþingis ekki satt???

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31