Tenglar

11. mars 2011 |

Sólin sest á skrifstofu Reykhólahrepps

1 af 3
Þessar myndir tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli við sólarlag í kvöld. Sólin var ískyggilega nærri ykkur þarna á Reykhólum, sagði hann, enda því líkast frá honum séð að hún væri að tylla sér á skrifstofu Reykhólahrepps. Myndirnar tók Sveinn við fjöruna í Geiradal neðan við gamla afleggjarann upp á Tröllatunguheiði og horft er yfir Króksfjörð til þorpsins á Reykhólum. Til hægri er Reykjanesfjall en yst til vinstri á mynd nr. 3 má sjá mjölturna Þörungaverksmiðjunnar.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Væntanlega á sjötta áratug síðustu aldar söng Haukur Morthens inn á plötu lagið Capri Catarina. Ljóðið er eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi og þar segir á einum stað:

 

          Af hæsta tindi hamingjunnar

          horfðum við um sólarlag ...

 

P.s.: Hugsanlega gæti einhver misskilið orðalagið í fyrirsögninni en þá verður bara að hafa það. Ekki eru neinar vísbendingar um yfirvofandi sólsetur hjá sveitarfélaginu!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30