Tenglar

29. maí 2012 |

Solla Magg biður fyrir innilegustu kveðjur

Solla Magg.
Solla Magg.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, betur þekkt sem Solla Magg, fór í morgun alfarin frá Reykhólum. Hún hafði samband núna í kvöld og bað vefinn fyrir innilegustu kveðjur til alls þess yndislega góða fólks sem hún kynntist í héraðinu árin þrjú sem hún var á Reykhólum. Solla var komin til dóttur sinnar í Keflavík en núna fyrir helgina fer hún vestur í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Þar ætlar hún að vera í mánaðartíma hjá syni sínum - með tærnar upp í loft, eins og hún orðaði það.

 

Eftir það fer Solla til Keflavíkur þar sem hún ætlar að vera að minnsta kosti næsta vetur.

 

Nú er bara að sjá hver fer í fötin hennar Sollu Magg þar sem leikstarfið í Reykhólahreppi er annars vegar. Hún var drifkrafturinn í því að endurvekja Leikfélagið Skruggu, formaður þess frá upphafi, leikþáttahöfundur og leikstjóri.

 

► Endurvakin Skrugga í kvennagreipum

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, mivikudagur 30 ma kl: 23:06

Takk fyrir samveruna Solla! Þú hefur svo sannarlega lífgað upp á mannlífið hér í Reykhólahrepp. Takk fyrir allt sem þu hefur gert fyrir okkur. Gangi þér allt í haginn á nýjum vettvangi.
Kveðja Grundargegnið

Bjork, fimmtudagur 31 ma kl: 13:19

Tek undir þetta með Ástu, við sjáumst nú fljótt aftur, risa knús til Sollu;-)

Guðrún Guðmundsd, fimmtudagur 31 ma kl: 23:31

Elsku Solla, við eigum eftir að sakna þín. Þú hefur gert mikið og glatt marga hér á Reykhólum. Hafðu það sem allra best á nýjum stað : )

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30