Tenglar

2. mars 2009 |

Sölukerra fyrir vestfirskt handverk

1 af 2

Fyrir rúmum tveimur árum réðst Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í að meta tækifæri

og möguleika, sem felast í því að þróa minjagripi á Vestfjörðum.

Dorothee Lubecki stýrði því verki, með tilheyrandi gagnasöfnun og fundarhöldum.

Fyrir rúmu ári hafði Ómar Smári Kristinsson samband (með tölvupósti)við nokkra aðila, sem hann vissi að hefðu áhuga á handverki. Reifaði hann þá hugmynd að sækja um styrki til að koma á fót færanlegum sölustað fyrir vestfirskt handverk, sem gæti selt á bryggjum, þegar kæmu skemmtiferðaskip og á hinum ýmsu hátíðum og uppákomum á Vestfjörðum.

Þeir, sem svöruðu honum, voru jákvæðir og með hjálp Ásgerðar Þorleifsdóttur hjá ATVEST tókst Smára að herja út styrki, nóg til að hefja aðgerðir í vetur.

Keypt var kerra frá Víkurvögnum og verið er að byggja yfir hana, þó enn vanti nokkuð upp á að peningarnir dugi til að klára.

Nú er komið að þeim tímapunkti að stofna félag og afla söluvarnings. Settar voru fjórar reglur, sem vörurnar þurfa að uppfylla, tvær eða fleiri:

 

1. Að varan sé hugverk og hönnun meðlima (grunnforsenda).

2. Að hráefnið sé svæðisbundið Vestfjörðum, a.m.k. íslenskt.

3. Að vinnslan fari fram af meðlimum sjálfum.

4. Að varan hafi einhver sérvestfirsk einkenni.

 

Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrinu, geta haft samband við Smára, Ásgerði eða undirritaðan.

 

Dalli Reykhólum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31